REIKIHEILUN

Námskeið og einkatímar

<span data-buffer="">Hvað er Reikiheilun<span data-metadata="">

Reiki er æfagömul aðferð frá Japan, þar sem unnið er með heilunarorku frá höndum sem streymir frá gefanda til þiggjanda.

Reiki samanstendur af tveimur japönskum orðum, Rei og Ki. Rei þýðir andlegur kraftur og Ki er máttur lífsins, eða lífskrafturinn.

Í reikiheilun fær heilunarorka að streyma frá höndum gefanda til þiggjanda. Heilunarorkan fer þangað sem hennar er mest þörf á.
Einstaklingur sem þiggur heilun getur fundið fyrir slökun, hugarró, minni verkjum, minni kvíða, stressi og þunglyndi, betri svefn, betri og lengri djúpsvefn og svo margt fleira.
Hver heilunartími er einstaklingsbundin. Í hverjum meðferðartíma er unnið með orkustöðvar og tónheilun og er hver tími frá 60 – 90 mínútur.

<span data-buffer="">Námskeið<span data-metadata="">

Reikiheilunarnámskeið eru haldin reglulega.

Allir geta lært heilun og er reikiheilun einföld en öflug aðferð. 
Kennd eru þrjú stig reikiheilunar og er þriðja stigið meistarastig.
Ef þú hefur áhuga á að læra og kenna reikiheilun, þá endilega hafðu samband í gegnum netfangið mitt eða í símanúmerið á síðunni.

Kundalini jóga

Kundalini Jóga er öflugt og umbreytandi jóga
sem byggist á æfingum (asana), öndun (breathwork),
slökun (relaxing), möntrum (mantras), kyrjun (chanting)
og handastöðum (mudras).