<span data-metadata=""><span data-buffer="">Hvað er kundalini Jóga
Kundalini Jóga er öflugt og umbreytandi jóga sem byggist á æfingum (asana), öndun (breathwork), slökun (relaxing), möntrum (mantras), kyrjun (chanting) og handastöðum (mudras).
Kundalini orkan sem byggist upp, frá rótarstöð (root chakra) í gegnum reglulegar æfingar, gerir okkur kleift að losa okkur smátt og smátt við gömul og úrelt hugarmynstur og lífsmynstur sem hamla okkur í daglegu lífi.
Þá fyrst höfum við tækifæri til að byggja upp nýtt, gefandi og hamingjuríkt líf.
<span data-buffer="">Námskeið<span data-metadata="">
Ég býð reglulega upp á Kundalini jóga námskeið og er ég með aðstöðu í Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík.
Ég er einnig með námskeið á Zoom á netinu, boðið er upp á Kundalini jóga og orkustöðvajóga og er hægt að panta einkatíma eða hópatíma á Zoom í gegnum netið, á netfanginu mínu eða í gegnum símanúmerið hér á síðunni.
REIKIHEILUN
Reiki er æfagömul aðferð frá Japan, þar sem unnið er með heilunarorku frá höndum sem streymir frá gefanda til þiggjanda. Reiki samanstendur af tveimur japönskum orðum, Rei og Ki. Rei þýðir andlegur kraftur og Ki er máttur lífsins, eða lífskrafturinn.