UM MIG
Ég er Þroskaþjálfi að mennt og hef starfað í þeim geira í yfir 14 ár.
Ég hef alltaf verið mikið í andlegum málum frá því að ég var barn og byrjaði ég snemma að stunda jóga.
Árið 2012 kynntist ég Kundalini jóga og fann að ég væri komin heim.
Árið 2016, eftir heilsumissi, ákvað ég að kafa enn dýpra og fór af stað í sjálfsheilunarvinnu sem er enn í gangi og verður líklega alltaf.
Ég fór á ýmiss námskeið til að byggja mig upp að nýju og ná aftur heilsu og enn betri heilsu en áður.
Í dag er ég að bjóða upp á heilunarmeðferðir með tónheilun, Kundalini jóga, orkustöðvajóga og er að kenna Reikiheilun, öll þrjú stigin.
Allt þetta hefur hjálpað mér gífurlega mikið í minni sjálfsheilunarvinnu og er ég sannfærð um að þetta geti hjálpað öðrum líka.
Jógakennari og Reikimeistari
Kundalini jóga
Kundalini Jóga er öflugt og umbreytandi jóga sem byggist á æfingum (asana), öndun (breathwork), slökun (relaxing), möntrum (mantras), kyrjun (chanting) og handastöðum (mudras).
REIKIHEILUN
Reiki er æfagömul aðferð frá Japan, þar sem unnið er með heilunarorku frá höndum sem streymir frá gefanda til þiggjanda. Reiki samanstendur af tveimur japönskum orðum, Rei og Ki. Rei þýðir andlegur kraftur og Ki er máttur lífsins, eða lífskrafturinn.